21 Júlí 2016 10:38

Í stuttri samantekt um fjölda afbrota á landsvísu fyrstu sex mánuði ársins kemur fram að  lögreglan skráði 6% færri hegningarlagabrot en á sama tíma í fyrra. Skráð sérrefsilagabrot eru einnig færri en umferðarlagabrot fleiri. Öll embætti hafa skráð fleiri umferðarlagabrot en hlutfallslega hefur mest aukning á hraðakstursbrotum verið á Vestfjörðum og á Norðurlandi vestra og ekki er þar um að ræða hraðamyndavélar. Skráningar á heimilisofbeldi eru 7% fleiri í ár og hefur hlutfallsleg aukning verið mest á Norðurlandi eystra.

Samantektina má nálgast hér.