5 Janúar 2005 12:00

Ríkislögreglustjóri hefur opnað enska vefsíðu sem hefur að geyma tölfræðiupplýsingar um afbrot. Síða þessi er stofnsett í kjölfar birtingar á skýrslu ríkislögreglustjóra um afbrotatölfræði sem var gefin út í nóvember á síðasta ári.

Á síðustu árum hafa aðferðir lögreglunnar við að afla tölfræðiupplýsinga og úrvinnsla þeirra breyst nokkuð og má því segja að opnun vefsíðunnar á ensku sé hluti af þeirri þróun. Sambærilegum vefsíðum er haldið úti á hinum Norðurlöndunum, í Bandaríkjunum og á Bretland sem ætti að auðvelda alþjóðlegan samanburð á afbrotatölfræði. Vefsíðan er hluti af vefsíðu ríkislögreglustjórans á ensku og er slóðin www.logreglan.is/statistics/index.htm