24 Júlí 2009 12:00

Ríkislögreglustjóri birti nýverið afbrotatölfræði fyrir júnímánuð 2009. Þar kemur m.a. fram að hegningarlagabrotum hafi fjölgað verulega á Suðurnesjum, miðað við júnímánuð 2008, þ.e. úr 76 málum árið 1008 í 92 mál árið 2009. Þegar rýnt er nánar í þessar tölur kemur m.a. fram að fjölgun brota stafar annars vegar af brotum vegna misnotkunar á ferðaskilríkjum og hins vegar að fjölgunina megi rekja til fleiri brota á bæjarhátíðum í umdæminu, en blíðskaparveður hefur verið á Suðurnesjunum í sumar og fleiri gestir hafa lagt leið sína á hátíðirnar en undanfarin ár. Líkamsmárásum í Keflavík hefur hins vegar fækkað á milli ára. Þá má sjá að fíkniefnabrotum hafi fækkað á milli ára, úr 15 í 9. Lögreglan á Suðurnesjum, í samstarfi við tollgæsluna á Keflavíkurflugvelli, hefur lagt hald á allt að 17 kílóum af fíkniefnum það sem af er þessu ári, en til samanburðar nam haldlagt magn efna innan við 15 kíló allt árið 2008. Gríðarleg fjölgun varð á umferðarlagabrotum á milli ára 2007 og 2008, sem skýrist að mestu af tilkomu hraðamyndavéla við umferðareftirlit í umdæminu. Brotunum fækkar aftur verulega á þessu ári.