30 Júlí 2013 12:00

Afbrotatölfræði lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu fyrir júnímánuð 2013 hefur verið birt. Í skýrslunni eru teknar saman upplýsingar um þau tilteknu brot sem tilgreind eru í stefnu LRH og hafa verið tilkynnt til lögreglu. Fjallað er um þróunina það sem af er ári og á síðustu 13 mánuðum auk þess sem sjónum er beint að þróuninni á svæðum embættisins.

Tilkynnt var um 300 þjófnaði í júní sem er fjórðungs fækkun frá síðasta mánuði. Á sama tíma á síðasta ári voru brotin um 400. Eftirtektarvert er að fjöldi tilkynninga um þjófnaði á gsm símum var tvöfalt meiri í síðasta mánuði en í júní, og ekki er síður eftirtektarvert að reiðhjólaþjófuðum fækkaði í sama hlutfalli. Reiðhjólaþjófnaðir hafa ekki verið færri í sumarmánuði síðan í júlí 2007 og voru þeir t.a.m. næstum þrefalt fleiri á sama tíma í fyrra. Þá fækkaði innbrotum, þjófnaði á eldsneyti, skráningar-merkjum og bensíni, en tilkynningum um hnupl fjölgaði.

Tilkynnt var um 300 þjófnaði í júní sem er fjórðungs fækkun frá síðasta mánuði. Á sama tíma á síðasta ári voru brotin um 400. Eftirtektarvert er að fjöldi tilkynninga um þjófnaði á gsm símum var tvöfalt meiri í síðasta mánuði en í júní, og ekki er síður eftirtektarvert að reiðhjólaþjófuðum fækkaði í sama hlutfalli. Reiðhjólaþjófnaðir hafa ekki verið færri í sumarmánuði síðan í júlí 2007 og voru þeir t.a.m. næstum þrefalt fleiri á sama tíma í fyrra. Þá fækkaði innbrotum, þjófnaði á eldsneyti, skráningar-merkjum og bensíni, en tilkynningum um hnupl fjölgaði.

Tilkynnt var um 73 innbrot í júní sem er lítilsháttar fækkun frá síðasta mánuði. Innbrot voru mun fleiri á sama tíma á síðasta ári. Innbrotum fækkaði á heimili, í ökutæki og fyrirtæki á meðan þeim fjölgaði í verslanir.

Skýrsluna má nálgast hér.