7 Ágúst 2014 12:00

Afbrotatölfræði lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu fyrir júlímánuð 2014 hefur verið birt. Í skýrslunni eru teknar saman upplýsingar um helstu afbrot sem hafa verið tilkynnt til lögreglu. Fjallað er um þróunina á síðustu 13 mánuðum og tölur það sem af er ári bornar saman við sama tímabil síðustu þriggja ára.

Undanfarna mánuði hefur tilkynningum um innbrot fjölgað nokkuð. Alls bárust Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu 78 tilkynningar um innbrot í júlí. Flest þeirra áttu sér stað á heimili, en mest hefur fjölgunin þó verið í innbrotum í ökutæki. Er því mikilvægt að brýna fyrir ökumönnum að skilja aldrei eftir verðmæti sem greinanleg eru í gegnum glugga bifreiðarinnar. Tilkynnt innbrot eru þó um 23% færri það sem af er ári miðað við sama tímabil síðustu þriggja ára. Tilvikum þar sem lögreglumenn hafa verið beittir ofbeldi fjölgaði nokkuð í júlí. Alls voru skráð átta slík tilvik í mánuðinum sem er nokkur aukning miðað við meðaltal síðustu 12 mánaða. Tilkynningum um kynferðisbrot fækkar enn á milli mánaða og hefur verið tilkynnt um 41% færri brot það sem af er ári miðað við meðaltal sama tímabils síðustu þriggja ára.

Skýrsluna má nálgast hér.