15 Maí 2014 12:00

Afbrotatölfræði lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu fyrir aprílmánuð 2014 hefur verið birt. Í skýrslunni eru teknar saman upplýsingar um þau tilteknu brot sem tilgreind eru í stefnu LRH og hafa verið tilkynnt til lögreglu. Fjallað er um þróunina á síðustu 13 mánuðum og tölur það sem af er ári bornar saman við sama tímabil síðustu þriggja ára.

508 hegningarlagabrot voru skráð í apríl á höfuðborgarsvæðinu. Fjöldi hegningarlagabrota hefur aldrei verið minni í einum mánuði frá því samræmdar skráningar hófust hjá lögreglu árið 1999. Tilkynningum um þjófnaði fækkaði á milli mánaða, en þar af fjölgaði innbrotum á sama tíma. Á vorin hefur tilkynningum um reiðhjólaþjófnaði jafnan fjölgað ört. Ekki er að sjá mikla fjölgun það sem af er árinu og má það e.t.v. þakka árvekni reiðhjólaeigenda yfir því að ganga tryggilega frá fákum sínum. Tilkynningum um nytjastuld á vélknúnum farartækjum fækkaði þriðja mánuðinn í röð og hefur fjöldinn ekki verið minni síðustu 12 mánuði.

Skýrsluna má nálgast hér.