28 Nóvember 2012 12:00
Afbrotatölfræði lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu fyrir októbermánuð 2012 hefur verið birt. Í skýrslunni eru teknar saman upplýsingar um þau tilteknu brot sem tilgreind eru í stefnu LRH og hafa verið tilkynnt til lögreglu. Fjallað er um þróunina það sem af er ári og á síðustu 13 mánuðum auk þess sem sjónum er beint að þróuninni á svæðum embættisins.
Í skýrslunni má m.a. lesa að þjófnaðir voru 323 í október og fjölgaði þeim lítillega samanborið við septembermánuð. Tilkynntum innbrotum hélt áfram að fækka á milli mánaða og voru 64 í október en þau hafa aldrei verið færri í einum mánuði frá upphafi talninga.
Skýrsluna má nálgast hér.