18 Nóvember 2013 12:00
Afbrotatölfræði lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu fyrir októbermánuð 2013 hefur verið birt. Í skýrslunni eru teknar saman upplýsingar um þau tilteknu brot sem tilgreind eru í stefnu LRH og hafa verið tilkynnt til lögreglu. Fjallað er um þróunina það sem af er ári og á síðustu 13 mánuðum auk þess sem sjónum er beint að þróuninni á svæðum embættisins.
Þjófnuðum hefur fækkað um 7% samanborið við sama tímabil árið 2012, innbrotum um 17%, eignaspjöllum um 7% en ofbeldisbrotum hefur fjölgað um 0,5% prósent. Umferðarslysum fjölgaði um 12% á milli ára. Skráð voru 73 ofbeldisbrot (217. og 218. gr. hgl.) á höfuðborgarsvæðinu í október sem er veruleg fjölgun frá síðasta mánuði. Þá fjölgaði tilkynningum um eignaspjöll nokkuð á milli mánaða og voru 129 talsins í október. Tilkynnt var um 290 þjófnaði í október, sem er fækkun á milli mánaða og jafnframt minnsti fjöldi þjófnaða síðustu 11 mánuði. Tilkynningum um þjófnaði á gsm símum og hnupl fækkaði nokkuð. Tilkynnt var um 56 innbrot í október, sem er lítil breyting á milli mánaða en engu að síður lægsta tala í einum mánuði síðan í nóvember á síðasta ári. Innbrotum á heimili og í stofnanir fækkaði verulega. Fjöldi umferðarslysa breyttist lítið á milli mánaða og voru þau 29 í október. Athygli vekur að á meðan brotum fækkaði í öllum flokkum í Breiðholti fjölgaði þeim í Kópavogi.
Skýrsluna má nálgast hér.