13 Nóvember 2014 12:00

Afbrotatölfræði lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu fyrir októbermánuð 2014 hefur verið birt. Í skýrslunni eru teknar saman upplýsingar um helstu afbrot sem hafa verið tilkynnt til lögreglu. Fjallað er um þróunina á síðustu 13 mánuðum og tölur það sem af er ári bornar saman við sama tímabil síðustu þriggja ára.

Hegningarlagabrotum fækkaði í október samanborið við mánuðina á undan. Skýrist það að mestu  af fækkun þjófnaða, þ.á.m. innbrota. Tilkynningum um þjófnaði hefur fækkað um 12% samanborið við sama tímabil síðustu þriggja ára. Ofbeldisbrotum fækkaði á milli mánaða, en fjöldi þeirra það sem af er ári er meiri þegar borið er saman við fyrri ár. Fjöldi tilkynninga um nytjastuldi ökutækja var sá mesti á árinu í októbermánuði. Á sama tíma og þeim er að fjölga sem eru teknir undir áhrifum fíkniefna við akstur, fjölgaði umferðaróhöppum tengd þeim málum í október.

Hegningarlagabrotum fækkaði í október samanborið við mánuðina á undan. Skýrist það að mestu  af fækkun þjófnaða, þ.á.m. innbrota. Tilkynningum um þjófnaði hefur fækkað um 12% samanborið við sama tímabil síðustu þriggja ára. Ofbeldisbrotum fækkaði á milli mánaða, en fjöldi þeirra það sem af er ári er meiri þegar borið er saman við fyrri ár. Fjöldi tilkynninga um nytjastuldi ökutækja var sá mesti á árinu í októbermánuði. Á sama tíma og þeim er að fjölga sem eru teknir undir áhrifum fíkniefna við akstur, fjölgaði umferðaróhöppum tengd þeim málum í október.

Skýrsluna má nálgast hér.