18 Desember 2013 12:00
Afbrotatölfræði Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrir nóvembermánuð 2013 hefur verið birt. Í skýrslunni eru teknar saman upplýsingar um þau tilteknu brot sem tilgreind eru í stefnu LRH og hafa verið tilkynnt til lögreglu. Fjallað er um þróunina það sem af er ári og á síðustu 13 mánuðum auk þess sem sjónum er beint að þróuninni á svæðum embættisins.
Tilkynnt var um 276 þjófnaði í nóvember sem er fækkun þriðja mánuðinn í röð og jafnframt minnsti fjöldi þjófnaða síðustu 12 mánuði. Tilkynningum um þjófnaði á gsm símum, eldsneyti og skráningarmerkjum fjölgaði nokkuð en á sama tíma fækkaði reiðhjólaþjófnuðum, innbrotum og þjófnuðum á ökutækjum. Tilkynningar um reiðhjólaþjófnaði hafa ekki verið færri í einum mánuði síðan í desember 2011.
Tilkynnt var um 57 innbrot í nóvember sem er svipaður fjöldi og síðustu tvo mánuði, en er ásamt september lægsta tala í einum mánuði síðan í nóvember á síðasta ári. Innbrotum í ökutæki og fyrirtæki fækkaði á sama tíma og innbrotum á heimili fjölgaði nokkuð.
Tilkynningum um eignaspjöll fækkaði verulega á milli mánaða og voru 77 talsins í nóvember. Skráð voru 69 ofbeldisbrot (217. og 218. gr. hgl.) á höfuðborgarsvæðinu í nóvember sem er fækkun frá síðasta mánuði. Á sama tíma fjölgaði tilkynningum um ofbeldisbrot í Miðborg.
Alls hafa verið skráðir 3.887 þjófnaðir á höfuðborgarsvæðinu það sem af er árinu 2013, 801 innbrot, 1.149 eignaspjöll og 691 ofbeldisbrot. Fjöldi umferðarslysa er 352 það sem af er ári. Þjófnuðum hefur fækkað um 7% samanborið við sama tímabil árið 2012, innbrotum um 16%, eignaspjöllum um 6% en ofbeldisbrotum hefur fjölgað um 3% prósent. Umferðarslysum fjölgaði um 9% á milli ára. Sé miðað við markmið embættisins og tölur ársins 2013 bornar saman við sama tímabil 2010-2012 sést að þjófnuðum fækkaði um 21%, innbrotum um 46%, eignaspjöllum um 24% og ofbeldisbrotum fækkaði um 2%. Umferðarslysum hefur fækkað um 1% á tímabilinu.
Alls hafa verið skráðir 3.887 þjófnaðir á höfuðborgarsvæðinu það sem af er árinu 2013, 801 innbrot, 1.149 eignaspjöll og 691 ofbeldisbrot. Fjöldi umferðarslysa er 352 það sem af er ári. Þjófnuðum hefur fækkað um 7% samanborið við sama tímabil árið 2012, innbrotum um 16%, eignaspjöllum um 6% en ofbeldisbrotum hefur fjölgað um 3% prósent. Umferðarslysum fjölgaði um 9% á milli ára. Sé miðað við markmið embættisins og tölur ársins 2013 bornar saman við sama tímabil 2010-2012 sést að þjófnuðum fækkaði um 21%, innbrotum um 46%, eignaspjöllum um 24% og ofbeldisbrotum fækkaði um 2%. Umferðarslysum hefur fækkað um 1% á tímabilinu.
Skýrsluna má nálgast hér.