23 Mars 2013 12:00

Afbrotatölfræði lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu fyrir febrúarmánuð 2013 hefur verið birt. Í skýrslunni eru teknar saman upplýsingar um þau tilteknu brot sem tilgreind eru í stefnu LRH og hafa verið tilkynnt til lögreglu. Fjallað er um þróunina það sem af er ári og á síðustu 13 mánuðum auk þess sem sjónum er beint að þróuninni á svæðum embættisins.

Í skýrslunni má m.a. lesa að tilkynningum um innbrot á höfuðborgarsvæðinu fækkaði á milli mánaða. Þá fækkaði eignaspjöllum og ofbeldisbrotum. Umferðarslysum fækkaði einnig nokkuð í febrúar. Ef litið er á einstök svæði, þá er sérstaklega eftirtektarverð fækkun þjófnaða í Hafnarfirði og Garðabæ annan mánuðinn í röð, en í desember voru þjófnaðir ríflega þrefalt fleiri á svæðinu. Í Miðborg fjölgaði þjófnuðum hinsvegar óvenjulega mikið, en þá fjölgun má að mestu rekja til þjófnaða á dýrum farsímum á veitingahúsum um helgar þegar skemmtanahald stendur sem hæst. Því er vert að benda fólki á að hafa gætur á eigum sínum þegar það er að skemmta sér.

Skýrsluna má nálgast hér.