11 Apríl 2014 12:00

Afbrotatölfræði lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu fyrir marsmánuð 2014 hefur verið birt. Í skýrslunni eru teknar saman upplýsingar um þau tilteknu brot sem tilgreind eru í stefnu LRH og hafa verið tilkynnt til lögreglu. Fjallað er um þróunina á síðustu 13 mánuðum og tölur það sem af er ári bornar saman við sama tímabil síðustu þriggja ára.

Fjölgun var í flestum brotaflokkum á milli mánaða, en meðal annars fjölgaði þjófnaðarbrotum eins og innbrotum. Að sama skapi fjölgaði reiðhjólaþjófnuðum í mars, en nú fer sá tími í hönd þegar hjólreiðafólk tekur fram hjólin sín og fjölgun tilkynninga um reiðhjólaþjófnaði fylgir jafnan í kjölfarið. Það er full ástæða til að benda fólki á að ganga alltaf tryggilega frá hjólum sínum, bæði heima fyrir og að heiman.

Skýrsluna má nálgast hér.