14 Mars 2014 12:00

Afbrotatölfræði lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu fyrir febrúarmánuð 2014 hefur verið birt. Í skýrslunni eru teknar saman upplýsingar um þau tilteknu brot sem tilgreind eru í stefnu LRH og hafa verið tilkynnt til lögreglu. Fjallað er um þróunina á síðustu 13 mánuðum og tölur það sem af er ári bornar saman við sama tímabil síðustu þriggja ára.

516 hegningarlagabrot voru skráð í febrúar, sem er minni fjöldi en skráður hefur verið í einum mánuði á höfuðborgarsvæðinu frá því samræmdar skráningar hófust árið 1999.

Tilkynningum um þjófnaði fækkaði á milli mánaða og voru þær alls 254 í febrúar. Þetta er minnsti fjöldi þjófnaða sem skráður hefur verið í einum mánuði frá árinu 2005.

Tilkynningum um innbrot fækkaði milli mánaða og voru alls 52 í febrúar. Þetta er minnsti fjöldi innbrota sem skráður hefur verið í einum mánuði á höfuðborgarsvæðinu frá því skráningar hófust. Innbrotum hefur fækkað um 41% samanborið við sama tímabil síðustu þriggja ára.

Tilkynningum um kynferðisbrot fækkaði á milli mánaða og voru alls fjórar í febrúar. Ekki hafa verið skráð jafn fá kynferðisbrot í einum mánuði síðan skráningar hófust hjá lögreglu.

Skýrsluna má nálgast hér.