13 Október 2014 12:00

Afbrotatölfræði lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu fyrir septembermánuð 2014 hefur verið birt. Í skýrslunni eru teknar saman upplýsingar um helstu afbrot sem hafa verið tilkynnt til lögreglu. Fjallað er um þróunina á síðustu 13 mánuðum og tölur það sem af er ári bornar saman við sama tímabil síðustu þriggja ára.

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust 633 tilkynningar um hegningarlagabrot sem áttu sér stað í september. Þar af var rúmlega helmingur tilkynninganna vegna þjófnaða, 351 talsins, sem er aðeins yfir meðaltali síðustu 12 mánaða. Tilkynningum um þjófnaði hefur þó fækkað um 11 prósent samanborið við sama tímabil síðustu þriggja ára. Á milli mánaða fækkar innbrotum þó nokkuð eftir að hafa verið að fjölga undanfarna mánuði. Tilkynnt var um 64 innbrot, þar af 27 í heimahús. Heimilisofbeldismálum fjölgaði miðað við síðasta mánuð, en fjöldi tilkynninga hefur sveiflast nokkuð á undanförnum mánuðum. Í fyrsta sinn á árinu var ekki skráð neitt ofbeldisbrot gagnvart lögreglumanni í mánuðinum, sem eru gleðitíðindi miðað við þá þróun sem hefur átt sér stað síðastliðna mánuði.

Skýrsluna má nálgast hér.