9 Janúar 2015 12:01

Embætti ríkislögreglustjóra hefur tekið saman bráðabirgðatölur um afbrot á árinu 2014. Hegningarlagabrotum heldur áfram að fækka og þegar miðað er við meðaltal síðustu þriggja ára munar þar mestu um fækkun auðgunarbrota en auðgunarbrotum hefur farið fækkandi síðustu ár. Þegar miðað er við síðasta ár fækkaði kynferðisbrotum hins vegar langmest eða um 42%. Þess skal getið að kynferðisbrot hafa aldrei verið fleiri en árið 2013.
Innbrot voru fleiri árið 2014 en 2013 og er það í fyrsta sinn frá árinu 2009 sem innbrotum fjölgar.
Bráðabirgðatölur ársins 2013 má finna hér.