15 Nóvember 2016 13:21

Embætti ríkislögreglustjóra hefur nú gefið út staðfestar tölur um afbrot fyrir landið í heild sinni þar sem gert er grein fyrir brotum sem skráð voru árið 2015.

Hegningalagabrotum fjölgar um 9% milli ára en áður hafði verið stöðug fækkun milli ára frá 2009. Mest fjölgun var á auðgunarbrotum eða um 558 brot og þar af munar mest um fleiri þjófnaði. Þjófnuðum fjölgaði milli ára en þegar litið er til síðustu ára má sjá að þeim fjölgaði síðast milli áranna 2008 og 2009. Innbrotum fjölgaði einnig milli ára 2015 en þeim hafði líka fjölgað árið 2014.

Ofbeldisbrotum fjölgar hlutfallslega mest milli ára eða um 28% og hefur þeim fjölgað stöðugt frá árinu 2011. Árið 2015 munar mestu um fleiri minniháttar líkamsárásir en að hluta til má rekja þessa aukningu til breyttrar skráningar á heimilisofbeldismálum frá fyrra ári.

Sérrefislagabrotum fækkar milli ára, þar ber helst að nefna fækkun á fíkniefnabrotum úr 2.375 í 1.911 brot.

Þrjú manndráp voru framin árið 2015, þar af voru tveir sakborningar karlar og ein kona. Allir brotaþolar voru karlmenn. Árið 2014 voru manndrápin tvö og 2012-2013 voru þau eitt á ári. Tilraunir til manndráps voru færri 2015 eða ein, miðað við fimm árið 2014.

Skýrslu með helstu niðurstöðum má sjá hér.
Heildartölur fyrir árin 2001-2015 má finna undir talnaefni, hér.