16 September 2010 12:00

Afbrotatölfræði fyrir ágúst hefur nú verið birt á vef ríkislögreglustjóra www.rls.is/tolfraedi . Þar má m.a. sjá yfirlit yfir fjölda hegningarlaga-, umferðarlaga- og fíkniefnabrota.

Í haust verður gefin út afbrotatölfræði ríkislögreglustjóra fyrir árið 2009. Þar kemur m.a. fram að heildarfjöldi brota er nokkuð svipaður milli ára. Sérrefsilagabrotum fer fækkandi ef horft er aftur til ársins 2006 en fjöldi umferðarlagabrota hefur verið breytilegur. Hegningarlagabrotum hefur fjölgað. Á árinu 2009 voru þau 15.966 en 14.578 árið 2008. Þessa aukningu má að mestu rekja til fjölgunar auðgunarbrota en innan þeirra falla innbrot og þjófnaðir. Hraðakstursbrot eru 78% allra umferðarlagabrota og voru þau rúmlega 43.000 á síðasta ári og hafa aldrei verið fleiri.

Skýrsluna má nálgast hér.