21 Maí 2010 12:00

Afbrotatölfræði fyrir apríl hefur nú verið birt á vef ríkislögreglustjóra www.rls.is/tolfraedi. Þar má m.a. sjá yfirlit yfir fjölda hegningarlaga-, umferðarlaga- og fíkniefnabrota.

Á árunum 2007 til 2009 voru skráð 3.172 tilvik vegna hnupls. Á árinu 2007 voru þau 814 en þeim fjölgaði í rétt um 1.200 brot á árunum 2008 og 2009. Flestir brotamenn eru á aldrinum 16-20 ára, eða rúm 23% (mynd 2). Þeir yngstu voru 8 ára en þeir elstu 88 ára. Ef litið er til ríkisfangs gerenda eru flestir með íslenskt ríkisfang eða 74%. Útlendingar sem eiga hlut að máli eru 11% með litháískt ríkisfang og 10% með pólskt.

Skýrsluna má nálgast hér.