21 Nóvember 2008 12:00

Út er komin skýrslan Afbrotatölfræði 2007. Hér má sjá helstu niðurstöður.

Á

Tilkynnt var um 349 kynferðisbrot, sem eru 14% fleiri brot en að meðaltali 2002-2006. Í  346 kærum var um að ræða 265 einstaklinga en langstærsti hluti kærðra voru karlar (95%). Skráðar voru 87 nauðganir en tilkynnt var um 72 slík brot árið 2006 og 69 að meðaltali 2002-2006. Framin voru tvö manndráp á árinu 2007 sem er sami fjöldi og að meðaltali 2002-2006. Tilkynnt var um fleiri minniháttar líkamsárásir (1.153 brot) en færri meiriháttar líkamsárásir (196 brot) ef miðað við meðalfjölda á fyrrgreindu tímabili. Meirihluti kærðra í líkamsárásarmálum voru karlar (88%) á aldrinum 20-24 ára (26%). Eignaspjöll voru 3.240 talsins, sem er 8% færri brot en á tímabilinu 2002-2006. Langstærsti hluti kærðra voru karlar, eða 91%.

Skráð voru 1.847 fíkniefnabrot sem er 16% fjölgun ef miðað er við meðalfjölda brota 2002-2006 en 1.488 brotanna voru vegna „vörslu eða neyslu“, sem er þriðjungs fjölgun. Má rekja fjölgunina að einhverju leyti til aukinnar frumkvæðisvinnu lögreglu. Þriðjungur kærðra karla kom við sögu oftar en einu sinni en fjórðungur kærðra kvenna. Eina markverða aukningin á haldlögðu magni fíkniefna árið 2007 frá síðustu fimm árum á undan er á magni e-taflna en lagt var hald á 14 kíló af dufti og rúmlega 26.000 töflur. 

Skýrslan er aðgengileg hér en einnig á vef ríkislögreglustjóra www.rls.is undir liðnum Tölfræði/Rannsóknir.