27 Júní 2014 12:00

Árið 2013 var heildarfjöldi skráðra brota 53.255 sem er um 14% færri brot en árið 2012. Fækkunin skýrist að mestu leyti af því að umferðarlagabrot voru 18% færri árið 2013 en árið 2012 en einnig fækkaði hegningarlagabrotum um 4%. Hegningarlagabrot hafa ekki verið færri frá því að samræmd skráning hjá lögreglu hófst árið 1999 og þegar miðað er við meðaltal síðust þriggja ára á undan munar hlutfallslega mest um fækkun auðgunarbrota, eignaspjalla, nytjastulda og skjalafalsa.

Fjölgun var í nokkrum brotaflokkum og var hlutfallslega mest fjölgun á kynferðisbrotum en þeim fjölgaði í öllum undirflokkum, í heildina um 118%.

Skýrsluna Afbrotatölfræði ríkislögreglustjóra fyrir árið 2013 má finna hér.