26 Janúar 2011 12:00

Afbrotatölfræði fyrir desember hefur nú verið birt á vef ríkislögreglustjóra www.rls.is/tolfraedi. Þar má m.a. sjá yfirlit yfir fjölda hegningarlaga-, umferðarlaga- og fíkniefnabrota.

Aðallega er fjallað um brot í desember í skýrslunni en einnig hlutfall líkamsárása, eignaspjalla og hnupls sem skráð voru á árinu 2010, greint eftir tíma sólahrings sem brotið var framið. Stærstur hluti líkamsárása var framinn á nóttunni (frá miðnætti til sex um morgun) eða 54%. Eignaspjöll dreifast hins vegar frekar jafnt yfir sólarhringinn, en stærstur hluti (28%) var líkt og innbrotin framin að nóttu til. Flest hnupl sem tilkynnt voru til lögreglu voru hins vegar framin á daginn (frá hádegi fram til sex síðdegis), eða 59% enda flestar verslanir opnar þá.

Skýrsluna má nálgast hér.