19 Mars 2010 12:00

Afbrotatölfræði fyrir febrúar hefur nú verið birt á vef ríkislögreglustjóra www.rls.is/tolfraedi. Þar má m.a. sjá yfirlit yfir fjölda hegningarlaga-, umferðarlaga- og fíkniefnabrota.

Töluvert er fjallað um ölvunarakstur og akstur undir áhrifum fíkniefna. Þegar litið er til ársins 2007 kemur í ljós að þessi brot eru all mörg á hverju ári. Á árinu 2007 voru þau 2.792, á árinu 2008 voru þau 2.989 og 2.444 á árinu 2009. Flest ölvunarakstursbrot eru yfir sumarmánuðina en akstur undir áhrifum fíkniefna er síður árstíðarbundinn og fer fjölgandi. Ölvunarakstursbrotum hefur hins vegar fækkað milli ára. Á síðustu þremur árum hafa brot, vegna aksturs undir áhrifum ölvunar og fíkniefna, verið 7-8 á dag. Hlutfallslega eru flestir ökumenn stöðvaðir af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og lögreglunni á Suðurnesjum.

Skýrsluna má nálgast hér.