18 Ágúst 2010 12:00

Afbrotatölfræði fyrir júlí hefur nú verið birt á vef ríkislögreglustjóra www.rls.is/tolfraedi. Þar má m.a. sjá yfirlit yfir fjölda hegningarlaga-, umferðarlaga- og fíkniefnabrota.

Á árunum 2000 til 2009 hefur 19 einstaklingum verið ráðinn bani samkvæmt skilgreiningu 211. gr. hegningarlaganna. Yfirleitt eru tengsl milli gerenda og þolenda. Tvö tilvik eru þar sem tengsl voru engin. Þegar horft er til áðurnefnds tímabils má sjá að 5 konur og 2 stúlkur eru fórnarlömb og 12 karlar. Þetta þýðir að konur eru 37% þolenda en 79% gerenda eru karlar.

Skýrsluna má nálgast hér.