19 Júlí 2010 12:00

Afbrotatölfræði fyrir júní hefur nú verið birt á vef ríkislögreglustjóra www.rls.is/tolfraedi. Þar má m.a. sjá yfirlit yfir fjölda hegningarlaga-, umferðarlaga- og fíkniefnabrota.

Í júní voru skráð 85 tilvik vegna líkamsárása en að meðaltali hafa verið 90-100 brot í hverjum mánuði. Þegar litið er til síðustu þriggja ára má sjá að ríflega helmingur gerenda eru á aldrinum 15-25 ára eða 53%. Þeir sem eru á aldrinum 15-20 ára eru hlutfallslega flestir eða 28%. Innan yngsta hópsins (14 ára og yngri) eru 2% gerenda. Ef litið er til stórfelldra líkamsárása má sjá að flestir gerendur eru á aldrinum 21-25 ára eða 29%. Eftir því sem aldurinn færist yfir fækkar tilvikum og 1% gerenda er eldri en 61 árs.

Skýrsluna má nálgast hér.