22 Desember 2009 12:00

Afbrotatölfræði fyrir nóvember hefur nú verið birt á vef ríkislögreglustjóra www.rls.is/tolfraedi. Þar má m.a. sjá yfirlit yfir fjölda hegningarlaga-, umferðarlaga- og fíkniefnabrota.

Á  síðustu 12 mánuðum voru að meðaltali 122 ölvunarakstursbrot í hverjum mánuði. Af þeim sem voru teknir vegna ölvunarakstursbrota voru 39% á aldrinum 20-29 ára. Yngstu ökumennirnir voru 15 ára og þeir elstu komnir yfir áttrætt.

Skýrsluna má nálgast hér.