21 Desember 2010 12:00

Afbrotatölfræði fyrir nóvember hefur nú verið birt á vef ríkislögreglustjóra www.rls.is/tolfraedi. Þar má m.a. sjá yfirlit yfir fjölda hegningarlaga-, umferðarlaga- og fíkniefnabrota.

Í nóvember var umræða um fjölgun bruggmála sem berast lögreglu. Í skýrslunni má sjá þróun á fjölda brota vegna sölu og bruggunar áfengis fyrstu ellefu mánuði áranna 2001 til 2010. Sjá má hvernig brotunum fækkaði árin 2004 til 2008 en fjölgaði árið 2009 og eru fleiri fyrstu ellefu mánuði þessa árs en síðustu ár. Skráð hafa verið 24 brot fyrir ólöglega sölu áfengis og 26 fyrir bruggun á árinu.

Skýrsluna má nálgast hér.