19 Nóvember 2010 12:00

Afbrotatölfræði fyrir október hefur nú verið birt á vef ríkislögreglustjóra www.rls.is/tolfraedi. Þar má m.a. sjá yfirlit yfir fjölda hegningarlaga-, umferðarlaga- og fíkniefnabrota.

Ef litið er til hlutfallslegar dreifingar brota eftir tíma sólahrings má sjá að sum brot eiga sér frekar stað að næturlagi en önnur að degi til. Það sem af er ári hefur meira en helmingur líkamsárása átt sér stað að nóttu til og einnig meirihluti kynferðisbrota, eða 42%. Hins vegar eiga flestir þjófnaðir sér stað að degi til (39%) og einnig innbrot (30%) þó þau síðarnefndu dreifist jafnar en hin brotin yfir sólarhringinn.

Skýrsluna má nálgast hér.