30 Desember 2005 12:00

Samkvæmt niðurstöðum í nýrri skýrslu ríkislögreglustjóra um afbrot á árinu 2004 fækkaði skráðum brotum um 2,4% á síðasta ári, borið saman við árið á undan.  Þegar farið er aftur til ársins 2001 kemur í ljós að hegningarlagabrotum hefur fækkað um 11% og umferðarlagabrotum um nærri 4%.  Meira en 77% hegningarlagabrota voru tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem eru 697 brot miðað við 10.000 íbúa. Á landsbyggðinni voru sérrefsilagabrot, önnur en brot á umferðarlögum, flest á Austurlandi, eða 343, og 217 á Suðurlandi.  Á árinu 2004 voru 86.967 brot skráð í málaskrá lögreglunnar.     

Skýrsluna í heild er hægt að nálgast á vefsíðu ríkislögreglustjóra á slóðinni www.rls.is