19 Apríl 2007 12:00

  

Frá afhendingu fíkniefnaleitarhundsins á Selfossi.

Í gær, miðvikudaginn 18 mai,  afhenti embætti ríkislögreglustjóra lögreglunni á Selfossi fíkniefnaleitarhundinn Bea. 

Bea hefur verið í strangri þjálfun hjá embætti lögreglustjórans á Eskifirði síðustu mánuði en það embætti sér um þjáflun fíkniefnaleitarhunda í samstarfi við embætti ríkislögreglustjóans ásamt Lögregluskóla ríkisins. 

Bea kemur upphaflega frá Englandi þar sem hún var valin í stórum hópi hvolpa í það verkefni að verða leitarhundur.  Um þjálfun Bea sá Steinar Gunnarsson, yfirþjálfari RLS og varðstjóri lögreglunnar á Eskifirði. 

Nýr þjálfari Bea verður Jóhanna Eyvindsdóttir, lögreglumaður á Selfossi.  Framundan hjá þeim Jóhönnu og Bea er námskeið í lögregluskólanum þar sem munu verða þjálfaðar til að vinna saman.  Bea er mikill fengur fyrir lögregluna á Selfossi og góð viðbót við fíknienfalöggæslu í landinu.