Aflýsing óvissustigs vegna snjóflóðahættu

17 Janúar 2015 14:37
Síðast uppfært: 17 Janúar 2015 klukkan 14:37

Búið er að aflýsa óvissustigi vegna hættu á snjóflóðum á norðanverðum Vestfjörðum. Þá hefur um leið verið ákveðið að aflýsa hættustigi á Ísafirði á reit 9 sem rýmdur var í gær.Þá hafa helstu vegir verið opnaðir, sem var lokað í gær vegna snjóflóðahættu. Frekari upplýsingar um færð á vegum má nálgast á vefsíðu Vegagerðarinnar www.vegagerdin.is og í upplýsingasíman 1777.