28 Ágúst 2007 12:00

Hinn 1. júlí síðastliðinn voru 10 ár liðin frá því embætti ríkislögreglustjóra var stofnað. Að því tilefni var sunnudaginn 26. ágúst boðið til afmælishátíðar. Starfsmenn og fjölskyldur þeirra héldu út í Viðey þar sem ýmis skemmtum var í boði fyrir börn jafnt sem fullorðna eins og hoppukastali, spjótkast, bogfimi, stórbolti og reiptog. Þá sýndu sérsveitarmenn bíl sinn og bát og starfsmaður embættisins kenndi línudans. Eftir mikla skemmtun var borðaður grillmatur og afmæliskaka. Veðrið lék við mannskapinn og allir héldu heim á leið þreyttir en glaðir eftir vel heppnaðan afmælisdag.