14 Október 2013 12:00

Aftanákeyrslum hefur farið fækkandi milli ára en voru 24% allra árekstra á höfuðborgarsvæðinu á síðasta ári og 16% slysa. Til mikils er því að vinna fyrir ökumenn að halda vöku sinni áfram og fyrirbyggja þessa tegund árekstra og slysa.   Ef litið er til orsaka má í langflestum tilvikum rekja þær til of stutts bils milli bíla miðað við ökuhraða.

Til að fyrirbyggja þá þurfa ökumenn því einfaldlega að gæta að þessum tveimur atriðum, bili milli bíla og ökuhraða. Það gera þeir með því að aka aldrei hraðar eða nær næsta bíl á undan en svo að þeir geti stöðvað örugglega í tæka tíð á þeirri vegalengd sem er hindrunarlaus framundan, sama hvað ökumaður næsta ökutækis á undan gerir.  Í fæstum tilfellum aftanákeyrslna er því um óhapp að ræða heldur gáleysi ökumanna! Það er óásættanlegt enda á sjöunda tug vegfarenda slasaðir vegna þess á síðasta ári. 

Gerum betur, ökum hægar og gætum að bili milli bíla.

                „Ég held hæfilegri fjarlægð

Ég gæti þess að halda öruggri fjarlægð milli mín og annarra vegfarenda, hvort sem um er að ræða akandi, gangandi, hjólandi eða annarskonar umferð og tryggi þannig að ekki verði slys þó aðrir vegfarendur þurfi að stöðva.“

                                                                                                                                             Umferðarsáttmáli vegfarenda

Sáttmálann má finna hérna: /upload/files/Umfer%F0ars%E1ttm%E1li.pdf