3 September 2020 12:52

Lögreglan á Austurlandi leggur í september sérstaka áherslu á eftirlit við grunnskóla svæðisins. Fylgst verður með ökuhraða en einnig bílbeltanotkun ökumanna og ekki síður farþega, en einnig símanotkun ökumanna. Lögregla árétta að í langflestum tilvikum eru þessi atriði í prýðilegu lagi en þykir engu að síður rétt að benda á mikilvægi þeirra í skólabyrjun. Hún hvetur og ökumenn til gæta að ljósanotkun og notkun stefnuljósa sem hvorutveggja er liður í auknu umferðaröryggi.

Meðfylgjandi eru helstu tölur lögreglunnar á Austurlandi sem sýna fjölda brota og ýmissa verkefna lögreglu fyrstu átta mánuði ársins. Enn eru slysatölur í umferð tiltölulega lágar í samanburði við fyrri ár. Slys voru 36 allt árið í fyrra en átján það sem af er ári 2020. Slys eru 53 að meðaltali árin 2015 til 2019. Ástæða er til að vekja athygli á þessari góðu niðurstöðu það sem af er og hvetja ökumenn á sama tíma til að halda áfram að sýna þá aðgæslu er þeir hafa sýnt fram að þessu og fækka þannig umferðarslysum enn á þessu ári.

Tölfræði – austurland – fréttatilkynning.