7 Desember 2021 12:13

Lögregla hvetur vegfarendur á Austurlandi til að gæta vel að sér í svartasta skammdeginu, en nokkuð hefur borið á umferðaróhöppum og slysum upp á síðkastið. Vekur hún athygli á mikilvægi þess að gangandi beri endurskinsmerki á fatnaði sínum og ekki síður að akandi hugi að öryggisbúnaði bifreiða sinna; að rúður séu hreinar, dekkjabúnaður í samræmi við aðstæður og ljósabúnaður í lagi.

Lögregla mun sem fyrr freista þess þess að vera sýnileg við eftirlit í umdæminu með það markmið að vekja athygli vegfarenda og hvetja þannig til aðgæslu í hvívetna. Hún mun og kanna skipulega með ástand og búnað ökutækja sem og ástand ökumanna.

Förum varlega í jólamánuðinum og tryggjum þannig í sameiningu að allir komist heilir heim.