27 Janúar 2020 09:31

Lögreglan á Austurlandi hefur undanfarnar vikur haldið uppi sérstöku eftirliti með búnaði ökutækja, ástandi ökumanna og útivistartíma barna og unglinga.
Frá 01.12. sl. voru 41 ökumenn stöðvaðir sem voru á ferðinni með ljósabúnað í ólagi. 6 ökumenn voru stöðvaðir og kærðir vegna aksturs undir áhrifum áfengis eða vímuefna á tímabilinu. 6 skáningar eru hjá lögreglu vegna eftirlits með útivistartíma barna, í einu tilfellanna var ekið með ungmenni til síns heima og rætt við foreldra.

Á næstu vikum mun lögreglan á Austurlandi leggja áherslur á lagningu og stöðu ökutækja, búnað ökutækja, ljós, skoðun og annan búnað.

Auk þess mun lögreglan leggja sérstakar áherslu með umferð við leik- og grunnskóla og má reikna með auknum sýnileika lögreglu á þessum stöðum. Hugað verður að öryggisbúnaði farþega í ökutækjum, sérstökum öryggisbúnaði barna í ökutækjum og fl.

Hvetjum við alla til að huga að búnaði ökutækja sinna, notkun öryggisbúnaðar í ökutækjum ásamt lagningu ökutækja ALLTAF.