4 Mars 2014 12:00

Við tollafgreiðslu ferjunnar fyrri í dag hafði skipstjóri Norrænu samband við tollayfirvöld og vísaði á torkennilegan pakka sem hafði verið komið fyrir í lofttúðu á salerni skipsins.

Tveir tollverðir fóru um borð ásamt fíkniefnaleitarhundi tollgæslunnar. Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að um var að ræða pakka með 120 gr. af hvítu dufti sem við prófun svaraði sem amfetamín.

Tollverðirnir notuðu tækifærið og prófuðu hæfni fíkniefnaleitarhundsins sem svaraði umsvifalaust og merkti á pakkann. Lítur helst út fyrir að einhver hafi komið pakkanum fyrir í túðunni fyrir allnokkru síðan þar sem umbúðir voru farnar að láta á sjá. Lögreglan á Seyðisfirði hefur fengið málið til afgreiðslu frá tollgæslunni.