29 Júlí 2008 12:00

Lögreglustjórinn í Árnessýslu hefur gefið út ákæru á hendur sjö manns sem handteknir voru á vinnusvæðum á Skarðsmýrarfjalli í gær. Þar höfðu sjömenningarnir, ásamt félögum sínum, uppi mótmæli með því að slá út jarðbornum Tý og hlekkja sig við hann og með því að hindra vinnu vélskóflu við ámokstur á vörubifreiðar.

Ákæran er í þremur liðum og teljast brot sjömenninganna varða við 231. gr. almennra hegningalaga, 19. gr., sbr. 41. gr. lögreglulaga og 1. mgr. 1. gr. og 11. gr., sbr. 1. mgr. 90. gr. lögreglusamþykktar fyrir Árnessýslu.

Í málinu gera Orkuveita Reykjavíkur og Klæðning hf, hvort fyrir sig, kröfu um bætur, samtals að upphæð rúmlega 500 þúsundir króna.

Málið er þingfest í Héraðsdómi Suðurlands í dag og var byrjað að flytja hina ákærðu fyrir dóminn kl. 13:00