12 Október 2012 12:00

Héraðsdómur Vestfjarða hefur dæmt ökumann á þrítugsaldri til ökuleyfissviptingar í 14 mánuði og til greiðslu sektar að upphæð 210.000 kr.  Að auki var ökumaðurinn dæmdur til að greiða 242.187. kr. í sakarkostnað.  Dóminn hlaut maðurinn fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna í tvígang með nokkurra daga millibili.