8 Mars 2003 12:00
Í samræmi við áætlun um hversu stóran hóp nýliða vanti til endurnýjunar í lögreglunni á næstu árum hefur Ríkislögreglustjóri ákveðið að 40 nýnemar skuli hefja nám við Lögregluskóla ríkisins þann 6. janúar 2004.
Umsóknarfrestur um skólavist er til 15. apríl, umsóknir sem berast of seint verða endursendar án þess að þær verði teknar til umfjöllunar.
Þeir sem uppfylla öll almenn inntökuskilyrði geta fengið afhent sérstakt umsóknareyðublað á öllum lögreglustöðvum og í Lögregluskóla ríkisins. Sömuleiðis er hægt að nálgast umsóknareyðublaðið á heimasíðu Lögregluskólans.
Inntökupróf verða haldin 25. – 29. ágúst n.k. og áætlað er að viðtöl hjá valnefnd Lögregluskólans fari fram 15. – 19. september.
Endanlegt val nýnema mun liggja fyrir eigi síðar en 1. október 2003.