7 Apríl 2007 12:00

Í gærkveldi, kl.19:00, hófst hin árlega rokkhátíð, Aldrei fór ég suður, á Ísafirði.  Tónleikarnir stóðu til að verða 01:00 og voru vel sóttir.  Segja má að samkoman hafi gengið mjög vel fyrir sig miðað við mannfjöldann, enda voru mótshaldarar, gæslulið og lögregla með gott eftirlit með því að góð regla væri viðhöfð á hátíðinni.  Lögreglan lagði hald á nokkur grömm af kannabisefnum, n.t.t. 8,12 gr., á þremur einstaklingum sem voru á eða við tónleikana.  Fíkniefnaleitarhundurinn Tíri og umsjónarmaður hans, frá lögeglunni í Borgarnesi,  voru lögreglumönnum á Vestfjörðum til aðstoðar við eftirlitið á hátíðinni.  Ölvun samkomugesta var ekki áberandi og þykir samkoman hafa tekist hið besta.

Hlé hefur verið gert á rokkhátíðinni og mun hún hefjast á ný kl.15:00 í dag (07.04.2007) og standa fram á nótt.  Mótshaldarar, gæslulið og lögregla munu halda áfram öflugu eftirliti á hátíðinni.