8 Maí 2013 12:00

Ríkislögreglustjóri hefur skipað Aleksöndru Wójtowicz lögreglufulltrúa við alþjóðadeild embættisins til 5 ára, frá og með 10. maí n.k. Aleksandra er fædd og uppalin í Póllandi en fluttist til Íslands árið 1996, þá 18 ára gömul. Hún varð íslenskur ríkisborgari árið 2001 og lauk námi við Lögregluskóla ríkisins árið 2009.  Aleksandra hóf störf í alþjóðadeild árið 2012 en hafði áður starfað hjá lögreglunni á Eskifirði og Seyðisfirði.