14 Júní 2005 12:00

Umboðsmaður Alþingis hefur sent frá sér tvö álit vegna kvartana sem hann fékk um setningar ríkislögreglustjóra í stöður lögreglumanna. Meginniðurstaðan er sú, að Umboðsmaður Alþingis felst efnislega á ákvarðanir ríkislögreglustjóra um val á umsækjendum.  Að mati umboðsmanns reyndust ákveðnir formhnökrar vera á málsmeðferð lögreglustjórans í Reykjavík og ríkislögreglustjóra, en þeir hafa  engin áhrif á efnislegar niðurstöður þessara mála. Verið er að fara yfir ábendingar umboðsmanns um formkröfur hans í ráðningarmálum.

Lesendur geta kynnt sér álitin í heild sinni með því að smella á neðangreindar vefslóðir:

Mál nr. 4249/2004

Mál nr. 4291/2004