11 Janúar 2012 12:00

Fundur var haldinn í húsi Björgunarsveitarinnar Ísólfs á Seyðsifirði í dag. Þar var unnið að viðbragðsáætlun vegna ferjuslyss á Seyðisfirði. Mættir voru aðilar frá helstu viðbragðsaðilum auk fulltrúa frá AVD ríkislögreglustjóra og starfsmanna embættis lögreglustjórans á Seyðisfirði. Reikna má með að endanleg áætlun liggi fyrir í vor og að hún verði innleidd með æfingu.

Var farið yfir áætlunina í smáatriðum og er hún nú á lokastigi.

Þá var undirrituð af embættisins hálfu og fyrir hönd almannavarnarnefndar Múlaþings viðbragðsáætlun vegna Hraunaveitu og fer hún til undirritunar hjá ríkislögreglustjóra.