3 Apríl 2003 12:00

Þau tímamót verða nú á starfsemi almannavarna, að frá og með föstudeginum 4. apríl 2003 verður starfsemi Almannavarna ríkisins lögð niður og verkefni og skyldur stofnunarinnar  flutt til Ríkislögreglustjórans. Verkefni hinnar nýju almannavarnadeildar RLS falla undir svið-2 hjá embættinu.

Fjórir starfsmenn Almannavarna ríkisins munu flytjast yfir til almannavarnadeildar RLS.

Á myndinni hér að ofan undirrita Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri, Þórir Oddsson, vararíkislögreglustjóri og Hafþór Jónsson, aðalsviðsstjóri Almannavarna ríkisins bréf til staðfestingar á umræddum breytingum, sem sent verður lögreglustjórum, formönnum almannavarnanefnda og öðrum samstarfsaðilum almannavarna.