2 Júlí 2015 15:02

Kl. 12:33 barst lögreglu tilkynning um að maður hefði verið stunginn með hnífi í húsi á Akureyri. Í ljós kom að kastast hafði í kekki milli nágranna sem gripu til vopna með þeim afleiðingum að báðir hlutu djúpa skurði, annar í upphandlegg og hinn í háls. Voru þeir fluttir á sjúkrahús til aðhlynningar og munu áverkar þeirra ekki vera hættulegir og mikilvæg líffæri ekki hafa skaðast. Málið er til frekari rannsóknar hjá lögreglu.