16 Júlí 2006 12:00
Tilkynning barst til lögreglu um kl. 20 í kvöld, 16. júlí 2006, að maður lægi í skriðu neðan við Háafoss innst í Fossárdal í Árnessýslu, líklega látinn. Lögregla og Björgunarsveitir fóru á staðinn og þyrla Landhelgisgæzlunnar var kölluð út. Þegar lögregla kom á staðinn kom í ljós að um brúðu var að ræða og nú er talið víst að líkast til féll brúðan í ána síðasta vetur, en hún var notuð við kvikmyndatöku.
Björgunarsveitir í Rangárvallasýslu munu hafa leitað brúðunnar í þrígang, en ekki höfðu borizt fréttir þessu óhappi til lögreglunnar í Árnessýslu. Þetta tilvik sýnir glöggt að skynsamlegt er að láta vita af slíkum tapa á leikmunum.
Aðgerðir voru afturkallaðar þegar hið sanna kom í ljós og er öllum sem brugðust skjótt og vel við þökkuð aðstoðin.