13 Mars 2010 12:00

Laust fyrir klukkan 08:00 í morgun var tilkynnt til lögreglunnar á Egilsstöðum um alvarlegt umferðarslys á Vallavegi um 10 km. sunnan við Egilsstaði.  Þarna hafði fólksbifeið verið ekið út af veginum.  Ökumaður , sem var einn í bifreiðinni var látinn þegar að var komið.  Hann var á þrítugsaldri.  Rannsóknardeild lögreglunnar á Eskifirði fer með rannsókn málsins í samvinnu við lögregluna á Egilsstöðum og rannsóknarnefnd umferðarslysa.

Ekki er að vænta frekari upplýsinga um málið að svo stöddu.