12 Október 2019 19:03

Alvarlegt umferðarslys á Snæfellsnesvegi var tilkynnt til lögreglu um kl. 13:00 í dag. Fimm erlendir ferðamenn slösuðust þar af tveir mjög alvarlega. Ökumaður bifreiðarinnar sem þeir voru í missti stjórn á henni með þeim afleiðingum að bifreiðin fór út af veginum og valt nokkrar veltur við það. Hinir slösuðu voru fluttir með þyrlum og sjúkrabifreiðum af vettvangi.  Slysið er til rannsóknar hjá rannsóknardeild lögreglunnar á Vesturlandi ásamt því að rannsóknarnefnd umferðaslysa og tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu komu á vettvang.

Uppfært 13.10.2019

Farþegi sem var í bifreiðinni hefur verið úrskurðaður látinn.  Rannsókn á tildrögum slyssins stendur enn yfir.