3 Mars 2014 12:00

Lögregla hefur framkvæmt þúsundir bakgrunnsathugana vegna flugverndar á undarförnum árum og hafa fáir fengið neikvæða umsögn. Ástæður þess hafa einkum verið sakarferill viðkomandi og röng upplýsingagjöf til lögreglu.

Embætti ríkislögreglustjóra telur að endurskoða þurfi lagaheimimildir er varða bakgrunnsathuganir vegna flugverndar og kveða skýrt á um það hvað skuli athuga hjá viðkomandi og  nákvæmlega hvaða ástæður geta valdið neikvæðri umsögn þannig að ekki komi til matskenndra álitamála hjá stjórnvöldum.

Embætti ríkislögreglustjóra hafnar alfarið fullyrðingu FÍA um að embættið hafi haft uppi aðför að starfsöryggi og afkomu félagsmanna með óvönduðum og ólögmætum vinnubrögðum við bakgrunnsathuganir á félagsmönnum, eins og segir í ályktun aðalfundar félagsins 27. febrúar sl.

Embætti ríkislögreglustjóra áréttar að bakgrunnsathuganir eru til þess ætlaðar að efla öryggi í flugi og á flugvöllum og eru samkvæmt alþjóðakröfum um flugvernd.