23 Mars 2015 17:24

 

Ökumaður, karlmaður á fertugsaldri, sem lögreglan á Suðurnesjum hafði afskipti af í gærmorgun reyndist vera ölvaður undir stýri. Hann var handtekinn og færður á lögreglustöð. Þar staðfestu sýnatökur neyslu hans á kannabis. Auk þessa hafði hann aldrei öðlast ökuréttindi.

Annar ökumaður, rúmlega þrítug kona, viðurkenndi í viðræðum við lögreglu að hafa neytt örvandi fíkniefna fyrir aksturinn. Einnig framvísaði hún amfetamíni sem hún hafði í fórum sínum. Hún var handtekin og færð á lögreglustöð.